Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Mannskæð skotárás á Flórída í nótt

30.05.2021 - 11:10
epa08502353 People wearing masks wait to enter the Hialeah Hospital in Hialeah, Florida, USA, 22 June 2020. The state of Florida is now up to 100,217 total confirmed cases and 3,173 deaths associated with COVID-19, according to the latest data released by the health department and it becomes the seventh state to pass 100,000 coronavirus cases, after New York, California, New Jersey, Illinois, Texas and Massachusetts.  EPA-EFE/CRISTOBAL HERRERA
 Mynd: epa
Minnst tveir létu lífið og tuttugu særðust í skotárás á næturklúbbi á Flórída í Bandaríkjunum í nótt. Árásarmennirnir ganga enn lausir.

Fjöldi fólks var samankominn fyrir utan skemmtistað í borginni Hialeah nærri Miami á Flórída þegar árásin var gerð. Tónleikar voru við að hefjast skömmu eftir miðnætti að staðartíma þegar hvítum jeppa var ekið að mannfjöldanum sem stóð fyrir utan, út stigu þrír menn vopnaðir hríðskotarifflum og skammbyssum og hófu skothríð. Alfredo Ramirez lögreglustjóri segir greinilegt að árásin sé þaulskipulögð. Hann segir ólíðandi að búa við svo reglulegar skotárásir og stjórnvöld verði að bregðast við. Byssuofbeldi verði að linna. Þetta er önnur skotárás helgarinnar á Miami-svæðinu en einn var skotinn til bana og sex særðust í úthverfi Miami á föstudag. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV