Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Tvö af þremur innanlandssmitum í gær utan sóttkvíar

Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir - RÚV
Þrjú COVID-19 smit greindust innanlands í gær, aðeins eitt þeirra innan sóttkvíar, samkvæmt bráðabirgatölum frá almannavörnum. Ekkert smit greindist á landamærunum.

Enn er unnið að því að rekja þau smit sem upp hafa komið að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur samskiptastjóra hjá almannvarnadeild ríkislögreglustjóra. Einn liggur nú á sjúkrahúsi með COVID-19.

Almannavarnir og Embætti landlæknis hvetja alla að setja upp eða uppfæra Rakningarappið.  

Samkvæmt upplýsingum á vefnum covid.is höfðu ríflega 171 þúsund fengið að minnsta kosti einn skammt bóluefnis og 79.483 teljast fullbólusett.

Alls hafa verið gefnir 249.800 skammtar af bóluefnum, mest hefur verið notast við efni Pfizer eða ríflega 80 þúsund skammta en AstraZeneca kemur þar á eftir með um 60 þúsund skammta.

Minna hefur verið gefið af bóluefni Janssen og Moderna.