Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Nýtt loftborið afbrigði kórónuveiru kennt við Víetnam

epa08157162 Officials from Vietnam's Ministry of Health talk to a man (C) tested positive for the Wuhan coronavirus, at an isolated section at Cho Ray hospital, in Ho Chi Minh city, Vietnam, 23 January 2020 (issued 24 January 2020). Two male Chinese citizens in Vietnam had tested positive to coronavirus, according to the ministry. The outbreak of coronavirus has so far claimed 25 lives and infected more than 800 others, according to media reports. The virus has so far spread to the USA, Thailand, South Korea, Japan, Singapore, Vietnam and Taiwan.  EPA-EFE/STR VIETAM OUT
 Mynd: EPA-EFE - VIETNAM NEWS AGENCY
Nguyen Thanh Long, heilbrigðisráðherra Víetnam, tilkynnti í dag að þar í landi hefði uppgötvast nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Það er sagt vera blendingur þess breska og indverska sem berist auðveldlega í andrúmsloftinu.

Undanfarið hafa Víetnamar glímt við aukna útbreiðslu COVID-19, einkum á iðnaðarsvæðum og stórborgum á borð við höfuðborgina Hanoi og Ho Chi Minh borg.

Tæplega sjö þúsund ný tilfelli og 47 andlát hafa verið tilkynnt í landinu, að stærstum hluta frá í apríl. Nguyen Thanh Long greindi ekki frá hve mörg tilfelli af þessu nýja afbrigði hafi verið skráð en hann kvað það verða skrásett í gagnabanka veiruafbrigða innan skamms.

Frá því að faraldurinn braust út hafa stjórnvöld í Víetnam beitt mjög hörðum sóttvarnaraðgerðum, kapp hefur verið lagt á að halda smituðum í einangrun og smitrakningu beitt af miklum móð.

Það hefur orðið til þess að halda nýgengi smita í lágmarki. Uppgötvun nýja afbrigðisins olli því að yfirvöld gripu til enn hertra aðgerða með lokunum kaffihúsa, veitingastaða, hárgreiðslu- og nuddstofa víðsvegar um landið.

Jafnramt stendur til að bæta enn frekar í bólusetningar en um milljón af 97 milljónum Víetnama hefur fengið bóluefni. Kallað er eftir styrkjum frá almenningi, fyrirtækjum, sendiráðum erlendra ríkja og alþjóðastofnunum til svo mögulegt verði að fjármagna kaup og framleiðslu bóluefna.