Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Má búast við sekt fyrir að leyfa dans innandyra

29.05.2021 - 10:07
Mynd með færslu
 Mynd: Trinity Kubassek - CC0
Veitingahúseigandi í Álaborg í Danmörku á yfir höfði sér sekt fyrir að leyfa gestum sínum að stíga dans þar innandyra. Það er brot á sóttvarnarreglum.

Danska ríkisútvarpið greinir frá því að tíu til fimmtán gestir hafi í gærkvöld dansað af innlifun og án gríma fyrir vitum sér. Kráin þar sem dansinn var stiginn er við Jomfru Ane Gade sem er rómuð fyrir veitingahús, dansstaði og krár sem standa beggja götunnar. 

Lögregla greindi frá dansiballinu á Twitter en athæfi af þessu tagi er brot á sóttvarnarreglum. Við því liggur tíu þúsund danskra króna sekt eða jafngildi tæpra 200 þúsund íslenskra króna.