Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Alþjóðastofnun rannsakar aðgerðir Hvíta-Rússlands

28.05.2021 - 01:57
epa09226579 A woman holds a portrait of opposition journalist Roman Protasevich and his girlfriend Sofia Sapega during a protest of solidarity with Roman Protasevic at the Belarusian embassy in Riga, Latvia, 25 May 2021. Belarus' opposition journalist Roman Protasevich was detained by Belarusian Police on 23 May on a Ryanair flight from Athens to Vilnius, that was forced to land in Minsk.  EPA-EFE/TOMS KALNINS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Alþjóðaflugmálastofnunin ákvað í kvöld að hefja rannsókn á þeirri ákvörðun hvítrússneskra yfirvalda að beina flugvél á leið frá Grikklandi til Litáens til lendingar í Minsk á sunnudag. Stofnunin segir mikilvægast að komast á snoðir um staðreyndir málsins og hvort brotið hafi verið gegn alþjóðalögum um flugumferð.

Hvítrússar eiga aðild að stofnuninni, sem er á vegum Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin hefur ekkert vald til að beita refsingum.

Flugvél Ryanair á leið frá Aþenu til Vilníus var gert að snúa til Minsk þegar hún flaug yfir hvítrússneskri lofthelgi. Þegar vélin lenti var blaðamaðurinn og aktívistinn Roman Protasevich handtekinn, ásamt kærustu hans, Sofia Sapega. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi segja að sprengjuhótun hafi borist og því hafi ákvörðun verið tekin um að snúa henni til lendingar.