Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Allt að 400 þúsund þurft að yfirgefa heimili sín í Goma

28.05.2021 - 19:39
Mynd: AP / AP
Á fjórða tug létust og þúsundir þurftu að flýja heimili sín þegar eldgos hófst í fjallinu Nyiragongo, nærri borginni Goma í Austur-Kongó, á laugardaginn.

Virknin í eldgosinu hefur verið lítil síðustu daga en nú gera yfirvöld ráð fyrir að aftur fari að gjósa af krafti og hafa því beðið íbúa að yfirgefa hluta borgarinnar, sem um fjögur hundruð þúsund manns hafa gert.

Talið er að allt að 2.500 heimili hafi þegar eyðilagst í gosinu. Jan Egeland, framkvæmdastjóri Norska flóttamannaráðsins, segir að matarskortur hrjái nú um 27 milljónir íbúa landsins. Þá segir hann að jarðhræringarnar loks hafa beint sjónum annarra ríkja að ástandinu í Austur-Kongó, þar sem neyðin hefur verið mikil í áraraðir.