Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Beinin í Vopnafirði voru af skipverja á Erlingi

27.05.2021 - 17:13
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RUV
Mannabein sem rak á land í Vopnafirði og fundust fyrsta apríl síðastliðinn eru af skipverja sem féll fyrir borð á fiskiskipinu Erlingi KE-140 í maí í fyrra. Skipið var á leið til hafnar í Vopnafirði þegar í ljós kom að eins skipverjanna var saknað. Hans var leitað í sjö daga en án árangurs.

Bein fundust í Vopnafirði í apríl í ár og voru þau send til rannsóknar á Landspítala og síðan til DNA greiningar í Svíþjóð. Niðurstaða liggur nú fyrir. Sá sem lést hét Axel Jósefsson Zarioh og var fæddur árið 2001. 

Hátt í 100 björgunarsveitarmenn frá Austurlandi og Norðurlandi tóku þátt í leitinni í fyrra. Leitað var á sjó og fjörur gengnar, þrjú björgunarskip voru nýtt við leitina og fjöldi minni báta en hún stóð í nokkra daga. Leit hófst 18. maí og var hætt formlega 25. maí.