Smíða langspil í Flóanum

Mynd: Magnús Atli Magnússon / RÚV/Landinn

Smíða langspil í Flóanum

26.05.2021 - 07:50

Höfundar

„Þetta er langspil, mig minnir að það sé sænskt, og við bjuggum það til í leiserprentara í FabLab," segir Garðar Þór Jónsson, nemandi í fimmta bekk við Flóaskóla. Hann og allir aðrir nemendur fimmta bekkjar fengu það verkefni að búa til sitt eigið langspil og læra að spila á það.

 „Þetta er þriðji veturinn sem við erum með þetta langspilsverkefni í gangi en þetta byrjaði sem hluti af mastersnámi mínu í þjóðfræði," segir Eyjólfur Eyjólfsson, þóðfræðingur og tónmenntakennari við Flóaskóla. 

„Langspilið hentar einstaklega vel í kennslu af því þú þarft enga tónlistarmenntun til að geta spilað á langspil, þú tekur það upp og það hljómar. Þú ert með þennan opna hljóm og svo fimmund og svo áttund. Og ofan á þetta er hægt að syngja heilan helling af lögum, og þá sérstaklega þjóðlög," segir Eyjólfur.