Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sinubruni við Lundeyri á Akureyri

26.05.2021 - 11:40
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Óðinn Svan Óðinnsson
Slökkvilið Akureyrar var kallað út upp úr ellefu vegna sinubruna við Lundeyri í norðanverðu Holtahverfi.

Lundeyri er skammt austan við Þverholt, handar Krossanesbrautar. Mikinn reyk lagði yfir nærliggjandi götur og lögreglan hvatti íbúa til að loka gluggum.

Búið er að ráða niðurlögum eldsins sem náði yfir töluvert svæði. Um tíma var óttast að eldurinn næði í geymsluskúr sem þarna er, en í honum er talsvert af eldsneyti.

Grunur leikur á að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum.

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV