Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Þingfesting í Rauðagerðismálinu

Mynd með færslu
 Mynd: Magnús Geir Eyjólfsson - RÚV
Ákæra í Rauðagerðismálinu verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fjögur eru ákærð í málinu, öll fyrir manndráp. 

Ákærurnar voru gefnar út eftir eina umfangsmestu sakamálarannsókn Íslandssögunnar. Þann 13. Febrúar var Armando Beqirai tekinn af lífi fyrir utan heimili sitt og var hann skotinn níu sinnum í höfuð og búk með 22 kalíbera Sig Sauer skammbyssu. Rannsókn lögreglu beindist fljótlega að uppgjöri milli glæpahópa og voru fjölmargir handteknir í þágu rannsóknarinnar. Á tímabili voru 14 með réttarstöðu grunaðs í málinu.

Mynd með færslu
 Mynd: Magnús Geir Eyjólfsson - RÚV

Angelin Sterkaj játaði við yfirheyrslur að hafa orðið Armando að bana. Auk hans eru þrjú önnur ákærð fyrir morðið, þau  Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi. Þau munu væntanlega taka afstöðu til ákærunnar á eftir. Í ákærunni er því lýst hvernig þau fylgdust með ferðum Armandos í aðdraganda morðsins og sátu fyrir honum fyrir utan heimili hans í Rauðagerði. Þingfesting var í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan níu.