
Hádegisfréttir: Forsætisráðherra um Samherja
Einn lést af völdum COVID-19 á laugardag. Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær og viðkomandi var ekki í sóttkví. Þetta er fyrsta smitið sem greinist innanlands í fjóra daga.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Færeyjar gott dæmi um hvað geti gerst ef slakað er of mikið á aðgerðum á landamærunum.
Þrír af fjórum sakborningum í Rauðagerðismálinu neituðu við þingfestingu málsins í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa átt þátt í morðinu á Armando Bequiri í febrúar. Saksóknari í málinu segir ákæruvaldið líta svo á að þau hafi öll átt þátt í verknaðinum.
Sumir gestir Kringlunnar í morgun voru með grímuna í hendinni til öryggis. Aðrir voru fengir að geta sleppt henni en bara ef fólk heldur fjarlægð. Frá og með deginum í dag er grímuskylda undantekning fremur en regla.
Forsætisráðherra Bretlands krefst þess að Hvítrússar láti stjórnarandstæðinginn Roman Protasevich lausan þegar í stað. Breskum flugfélögum hafa verið gefin fyrirmæli um að fljúga ekki um hvítrússneska lofthelgi. Utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld styðji aðgerðir okkar nágrannaríkja.
Allar leiðir til að verja Suðurstrandarveg verða skoðaðar. Kostnaður og hvað verja skal skiptir máli, að sögn umhverfisverkfræðings.
Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir skjálfta af stærðinni sex ekki útilokaðan í Brennisteinsfjöllum eftir jarðskjálftann þar í gærkvöld. Lítil virkni er á svæðinu í dag.
Valsmenn komust á topp úrvalsdeildar karla í fótbolta í gærkvöld með sigri á Keflavík. Stjarnan er enn án sigurs eftir sex deildarleiki.