Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Blinken lentur í Tel Aviv

epa09218980 US Secretary of State Antony Blinken arrives to a news conference in the East Room of the White House in Washington, DC, USA, 21 May 2021. South Korea's president Moon Jae-in is set to make a last-ditch attempt to bring the US and North Korea together under his watch when he meets Biden, trying to revive dormant nuclear talks in his final year in office.  EPA-EFE/Erin Scott / POOL
 Mynd: EPA-EFE - Bloomberg POOL
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lenti í Tel Aviv í morgun. Hann ætlar á fund Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmu Abbas, forseta Palestínu. Að sögn AFP fréttastofunnar er markmið ferðarinnar að reyna að tryggja viðvarandi vopnahlé.

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöld að Blinken ætli að ræða við leiðtoga Ísraels um óhagganlegan stuðning Bandaríkjanna við öryggi Ísraels. Jafnframt ætli hann að reyna að endurreisa samband Bandaríkjanna við Palestínu.

Blinken ítrekaði á sunnudag stuðning Bandaríkjanna við tveggja ríkja lausn fyrir botni Miðjarðarhafs. Aðeins þannig gætu Ísraels- og Palestínumenn búið við öryggi, frið og virðingu. 

Utanríkisráðherrann heldur svo til Egyptalands og Jórdaníu eftir viðræðurnar við leiðtoga Ísraels og Palestínu. Egypsk stjórnvöld aðstoðuðu við að miðla málum á milli Ísraels og Hamas á dögunum.