Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Ástralir loka sendiráði sínu í Kabúl

25.05.2021 - 03:42
Afghan police arrive at the site of an attack in Kabul, Afghanistan, Wednesday, March 25, 2020. Gunmen stormed a religious gathering of Afghanistan's minority Sikhs in their place of worship in the heart of the Afghan capital's old city on Wednesday, a minority Sikh parliamentarian said. (AP Photo/Rahmat Gul)
Afganskir lögreglumenn nærri bænahúsinu í morgun. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Af öryggisástæðum ætla stjórnvöld í Ástralíu að loka sendiráði sínu í Afganistan. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, greindi frá þessu í morgun. Sendiráðinu verður lokað á föstudag vegna yfirvofandi brotthvarfs Bandaríkjahers úr landinu. Það verður svo opnað aftur þegar aðstæður leyfa að sögn Morrison.

Stefnt er að því að nánast allir bandarískir hermenn verði farnir frá Afganistan 11. september á þessu ári, þegar slétt 20 ár verða liðin frá hryðjuverkum Al Kaída í Bandaríkjunum sem leiddu til aðgerðanna í Afganistan. Stríð Bandaríkjanna í Afganistan er það lengsta sem Bandaríkin hafa háð.

Óttast er að við brotthvarf Bandaríkjahers eigi Talibanar eftir að herða tök sín á stjórn landsins. Stjórnarherinn í landinu er ekki talinn í stakk búinn til að halda aftur af árásum Talibana.