Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Hægur vindur og allt að 12 stig

24.05.2021 - 08:17
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Í dag er útlit fyrir fremur hægan vind á landinu, áttin austlæg eða breytileg. Það verður skýjað með köflum og skúrir í flestum landshlutum. Hiti 3 til 12 stig, mildast suðvestanlands.

Suðaustan 3-8 m/s á morgun, en 8-13 m/s á suðvesturhorninu. Víða léttskýjað, en skýjað með austur- og suðurströndinni. Hiti frá fimm stigum austast á landinu, upp í 15 stig á Vesturlandi.

Það hefur verið kalt á landinu undanfarið, en þó hefur mátt hafa það bærilegt með því að leita skjóls á sólríkum stöðum. Hitatölurnar eru á uppleið í vikunni þegar hlýr loftmassi færist yfir landið og tölurnar verða hærri en við höfum séð síðustu vikur. 

Eftir litla úrkomu undanfarið er gróður þurr allvíða á landinu og því hætta á gróðureldum. Lítilli eða engri úrkomu er spáð á landinu næstu daga og því ekki líkur á að ástandið breytist í það heila. Möguleiki er á sunnanátt með rigningu sunnan- og vestanlands í vikulokin.
 

 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV