„Það virðist vera að það þurfi að vera ákveðinn halli á hrauninu svo það gangi fram, og það þarf að byggja sig upp í þann halla. Það þýðir að ef gosið heldur áfram eins og það hefur verið að gera núna, næstu mánuði, þá mun það fylla Geldingadali og renna niður í Nátthaga og áfram í Meradali,“ segir Magnús Tumi.
Það tekur því tíma að ná þeim halla í Nátthaganum.
„Þetta er nú töluvert stórt svæði og það mun hægja mikið á hrauninu þegar það kemur niður á jafnsléttu. Svo þarf það að byggjast upp og miðað við hvernig það hefur hegðað sér í Meradölum og Geldingadölum, og þessum svokallaða nafnlausa dal, þá eru sennilega þrír mánuðir eða svo áður en það fer að leita suður úr Nátthaganum.“