Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Kjósendur Daða fengu skemmtileg myndbönd að launum

Mynd: RÚV / RÚV

Kjósendur Daða fengu skemmtileg myndbönd að launum

22.05.2021 - 13:32

Höfundar

Stuðningsfólk Daða og Gagnamagnsins sem kaus íslenska atriðið með Eurovision-appinu í undanúrslitunum á fimmtudag fékk skemmtilegar kveðjur frá Daða fyrir hvert atkvæði. En alls bjó Daði Freyr til fimm myndbönd sem birtust aðdáendum þegar þeir kusu Daða í gegnum appið.

Úrslitakeppni Eurovision fer fram í kvöld og líkt og í undanúrslitunum geta áhorfendur kosið sitt eftirlætisatriði með Eurovision-appinu í snjallsímum. Tónlistarfólkið sem kemur fram á Eurovision gafst kostur á að taka upp myndbönd sem aðdáendur fá send fyrir hvert atkvæði og Daði Freyr lét það tækifæri ekki fara fram hjá sér og bjó til fimm myndbönd. 

Í gærkvöldi varð ljóst að fjölmargir aðdáendur kusu Daða og Gagnamagnið og fengu myndbönd Daða mikla athygli á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Í samtali við Poppland útskýrði Daði Freyr myndböndin. „Þetta er inn í Euro-appinu og ef maður kýs þar fær maður eina kveðju, ef maður kýs aftur fær maður aðra og svo alveg upp í fimm,” segir Daði Freyr um myndböndin. „Svo var ég að vona að fólk myndi hugsa: Hmm, hvað ef ég kýs aftur, hvað gerist þá?” 

Hægt er að sjá öll myndböndin hans Daða Freys hér að neðan.

Mynd: RÚV / RÚV
Kveðja númer 2
Mynd: RÚV / RÚV
Kveðja númer 3
Mynd: RÚV / RÚV
Kveðja númer 4
Mynd: RÚV / RÚV
Kveðja númer 5

Tengdar fréttir

Menningarefni

„Liggur í augum uppi að við vinnum Eurovision“

Innlent

Eru Íslendingar þeir einu sem horfa á Eurovision?

Menningarefni

„Ansi mikið af hreyfingunum koma frá mömmu“