Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Ræddu aukin menningartengsl þjóðanna

Mynd: Guðmundur Bergkvist / RÚV
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, ræddu saman í dag. Lavrov lýsti í þeim viðræðum yfir vilja til að aukinn gangur færðist í byggingu kirkju Rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna á Íslandi auk þess sem þeir lýstu yfir gagnkvæmum áhuga á auknum menningartengslum ríkjanna.

Guðni og Lavrov hittust eftir fund rússneska ráðherrans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þau ræddu saman að loknum fundi Norðurskautsráðsins.

Mynd: Guðmundur Bergkvist / RÚV
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV