Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Leiðtogar Hamas bjartsýnir á vopnahlé

epa09213417 Palestinians inspect the rubble of their destroyed house after israeli airstrikes, in Gaza City, 19 May 2021. Clashes erupted 06 May over the forced eviction of six Palestinian families from their homes in Sheikh Jarrah neighborhood in favor of Jewish families who claimed they used to live in the houses before fleeing in the 1948 war that led to the creation of Israel. In response to days of violent confrontations between Israeli security forces and Palestinians in Jerusalem, various Palestinian militants factions in Gaza launched rocket attacks since 10 May that killed at least 12 Israelis to date. The Palestinian health ministry said that at least 219 Palestinians, including 63 children, were killed in the retaliatory Israeli airstrikes.  EPA-EFE/MOHAMMED SABER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Leiðtogar Hamas kveðast bjartsýnir á að vopnahlé sé í nánd fyrir botni Miðjarðarhafs, þrátt fyrir orð ísraelska forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu að halda aðgerðum áfram þar til takmarki þeirra sé náð. 

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði Netanyahu í gær að hann búist við að verulega verði dregið úr átökum og stefnt að vopnahléi. Eftir samtal þeirra Bidens og Netanyahu sagði sá síðarnefndi að hann væri sérstaklega þakklátur stuðningi Bandaríkjaforseta, og árásum lynni ekki fyrr en takmarki þeirra verður náð. Takmarkið er að tryggja öryggi ísraelsku þjóðarinnar. 

Leiðtogar Hamas sögðu í viðtali við fréttastofu CNN í gær að þeir séu bjartsýnir á vopnahlé næsta sólarhringinn. Jákvæðar horfur séu í viðræðum, þökk sé stuðningi Egypta og Katara, að sögn leiðtogans. 

Minnst 227 eru látnir af völdum loftárása Ísraelshers á Gaza síðustu eina og hálfa vikuna. Yfir hundrað konur og börn eru meðal látinna, að sögn heilbrigðisyfirvalda í Palestínu. Ísrael segir minnst 150 vígamenn hafa verið fellda í aðgerðum sínum. Hamas hefur skotið um 4.000 flugskeytum frá Gaza að sögn ísraelskra stjórnvalda. Tólf eru látnir af völdum þeirra, þar af tvö börn.