Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Jaðarsvöllur kemur vel undan vetri þrátt fyrir kuldatíð

20.05.2021 - 14:45
Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Golfvöllurinn á Akureyri kemur vel undan vetri þrátt fyrir kalt vor á Norðurlandi. Framkvæmdarstjóri Golfklúbbs Akureyrar segir mikla vinnu síðustu vikur skila iðagrænum flötum.

Mikil vinna lögð í völlinn

Þrátt fyrir að lítil spretta hafi verið í kuldatíð á Norður- og Austurlandi síðustu vikur og gróður um þremur vikum seinna á ferðinni en venjulega opnaði golfvöllurinn að Jaðri á Akureyri var í gær. Steindór Kr. Ragnarsson hefur framkvæmdastjóri GA segir mikla vinnu starfsmanna á vellinum vera að skila sér. „Völlurinn kemur bara vel undan vetri, það eru engar skemmdir í honum. Við höfum lagt dúka á flatir sem hafa hjálpað mikið til en þær eru núna iðagrænar og fínar.“ 

„Værum auðvitað til í betra veður“

Hann segir að kuldinn undanfarnar vikur hafi haft sitt að segja. Það hafi þó ekki seinkað opnun né fyrirhuguðum mótum. Stefnt er á fyrsta mót á vellinum í lok mánaðarins. „Já, já, við værum auðvitað til í betra veður og bíðum bara spenntir eftir því. En við erum búnir að gera allt sem við getum gert og nú þarf náttúran bara að taka við, það er hún sem á lokaorðið í þessu.“

Íslandsmót í ágúst

Nokkur stór mót eru fyrirhuguð á vellinum í sumar. Það stærsta í byrjun ágúst þegar Íslandsmótið í golfi 2021 verður leikið á Jaðarsvelli. Þetta er í 18. sinn sem mótið er á vellinum en síðast fór það fram þar árið 2016.