Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Engin flugskeyti frá Gaza í nótt

20.05.2021 - 06:40
epa09210653 A rocket fired from Gaza flies towards Israel, in Gaza City, 18 May 2021. In response to days of violent confrontations between Israeli security forces and Palestinians in Jerusalem, various Palestinian militants factions in Gaza launched rocket attacks since 10 May that killed at least 12 Israelis to date. The Palestinian health ministry said that at least 213 Palestinians, including 61 children, were killed in the retaliatory Israeli airstrikes.  EPA-EFE/MOHAMMED SABER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Engum flugskeytum var skotið frá Gaza í nótt að sögn ísraelska dagblaðsins Times of Israel. Ísraelsher hélt loftárásum sínum áfram, að sögn Times var þeim beint gegn umfangsmiklum neðanjarðargöngum sem Hamas hefur grafið í gegnum Gaza. Engar fregnir hafa borist af manntjóni eftir nóttina. 

Leiðtogar Hamas kváðust í viðtali við fréttastofu CNN í gær nokkuð bjartsýnir á vopnahlé á næstunni, jafnvel næsta sólarhringinn. Þökkuðu þeir Egyptum og Katörum fyrir að miðla málum á milli Hamas og Ísraels. 

Fjöldi þjóðarleiðtoga hefur kallað eftir því að átökum lynni fyrir botni Miðjarðarhafs. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, kvaðst í gær hafa sagt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, að hann búist við því að verulega verði dregið úr átökum og stefnt að vopnahléi. Netanyahu virtist ekki á þeim buxunum. Hann sagði loftárásir halda áfram þar til takmarki þeirra yrði náð, að tryggja öryggi ísraelsku þjóðarinnar.