Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

 „Ég vona að ég komist í salinn á laugardaginn“

Mynd: Gísli Berg / RÚV

 „Ég vona að ég komist í salinn á laugardaginn“

20.05.2021 - 22:26

Höfundar

Daði Freyr og Gagnamagnið flugu áfram úr seinni undanriðli Eurovision í úrslitin sem fara fram á laugardaginn. Sjötta þjóðin sem var tilkynnt upp úr riðlinum. Daði Freyr segist mjög hress með þessa niðurstöðu. Honum sé bæði létt og uppfullur af glensi. 

„Ég er mjög hress með það. Þetta er pínu súrrealískt að sitja hér,“ segir Daði Freyr inntur eftir viðbrögðum við kvöldinu. Extra gaman var samt að hafa sérstaklega útbúna Jóa og Stefán í Græna herberginu á hótelinu en þeir voru tengdir á sinnhvorn ipadinn.

Það var gott augnablik hjá íslenska hópnum á því augnabliki sem lagið komst áfram. „Mér leið bara vel sko. Ég var mjög vongóður um að við kæmumst áfram. Við erum með gott atriði og okkur hefur verið vel tekið. Þetta er jafnmikill léttir og glens,“ segir hann glottandi. 

Daði Freyr hefur enn ekki unnið sig í gegnum allar kveðjur, umfjöllun og viðbrögð á samfélagmiðlum og fjölmiðlum en fer í það á næstunni. Aðspurður um úrslitakeppnina segist hann einlæglega vonast til þess að Gagnamagnsmeðlimir, sem ekki eru með Covid, komist í salinn. „Nú erum við svolítið komin þangað sem við ætluðum okkur. Síðan ætlaði ég að gera nýtt plan eftir að við komumst áfram. En það er lítið sem við getum gert meðan við megum ekki standa á sviðinu,“ segir hann. 

Það er þó lítið annað í stöðunni en að taka eitt skref í einu og gleðjast yfir því að Ísland sé komið í úrslit!

 

Tengdar fréttir

Tónlist

Ísland flaug í úrslitin í Eurovision

Tónlist

Twitter notendur elska Daða og Gagnamagnið

Tónlist

Daði sker sig úr í Eurovision í kvöld