Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Rússnesk lendingarferja til sölu

epa08742821 A still image taken from a handout video made available on the official website of the Russian State Space Corporation ROSCOSMOS shows the Russian Soyuz-2.1a carrier rocket with the Soyuz MS-17 manned spacecraft lifting off from the launch pad at the Baikonur Cosmodrome in Kazakhstan, 14 October 2020. The spacecraft is carrying crew members of the International Space Station (ISS) expedition 64, NASA astronaut Kathleen Rubins and Roscosmos cosmounauts Sergey Ryzhikov and Sergey Kud-Sverchkov for a 177-day mission on the International Space Station (ISS).  EPA-EFE/ROSCOSMOS HANDOUT MANDATORY CREDIT/BEST QUALITY AVAILABLE/ HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - ROSCOSMOS
Rússar falbjóða nú eitt af geimförum sínum. Það er Soyuz MS-08 farið sem flutti rússneskan geimfara og tvo bandaríska frá Alþjóðlegu geimstöðinni árið 2018.

Farið hefur raðnúmerið 738 og er boðið til sölu á vefsíðu Glavkosmos, undirdeildar rússnesku geimferðastofnunarinnar Roscosmos. Í yfirlýsingu stofnunarinnar segir að farið geti sómt sér vel í hvaða geim- og loftferðasafni sem er.

Væntanlegir kaupendur þurfa að leggja inn fyrirspurn gegnum vefsíðu stofnunarinnar en AFP fréttastofan hefur eftir Yevgeny Kolomiyev talsmanni hennar að verði sé iðnaðarleyndarmál.

Dmitry Loskutov, forstjóri Glavkosmos, útilokar ekki að fleiri geimför verði boðin til kaups en Rússar eru nú í óða önn að byggja upp geimferðaáætlun sína sem hefur verið í öldudal allt frá falli Sovétríkjanna fyrir 30 árum.