Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Færeyingar geta valið úr ferðum til sjö áfangastaða

19.05.2021 - 12:28
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways tilkynnti um að það hygðist hefja flug til sjö áfangastaða, samdægurs og landstjórnin slakaði á ferðatakmörkunum 14. maí. Þegar hafa 35% Færeyinga fengið fyrstu sprautu og 13% teljast fullbólusett.

Þegar hefur verið upplýst að félagið ætlaði að halda áfram áætlunarferðum sínum til Kaupmannahafnar og að tekið yrði upp flug til Keflavíkur og Edinborgar í Skotlandi.

Við þær leiðir bætast nú Ósló, Billund og Álaborg í Danmörku og spænska Miðjarðarhafseyjan Mallorca. Reglubundið flug þangað hefst í júnílok og ætlunin er að halda því áfram fram í miðjan ágúst.

Ætlunin er að hefja ferðir til Gran Canaria í nóvemberbyrjun þangað sem flogið verður fram yfir jól og um páskana 2022.