Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Bjart í dag en skúrir sunnanlands

19.05.2021 - 06:47
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Veðurstofan spáir norðlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s í dag. Lítilsháttar éljum á Norðaustur- og Austurlandi og skúrum sunnanlands, en annars að mestu bjartviðri. Hiti verður á bilinu 1-11 stig.

Á morgun og hinn verður að mestu léttskýjað en skúrir sunnanlands. Hiti verður á bilinu 3-11 stig og hlýjast vestantil.

Stöðugleikinn sem hefur einkennt veðrið undanfarið er áfram til staðar og á landinu er fremur hæg norðlæg eða breytileg átt með stöku él norðaustantil en annars bjart að mestu þó von sé á stöku skúrum sunnanlands.

        - Segir í hugleiðingum veðurfræðings á vefsíðu Veðurstofunnar.  

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV