Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Tékkar kætast vegna opnunar bjórgarða og veitingahúsa

18.05.2021 - 02:33
epa09206783 Guests clink glasses with beer at reopened garden 'U Fleku' brewery in Prague, Czech Republic, 17 May 2021. Restaurants, pubs and cafes across the country are allowed to open their outside seatings from 17 May 2021 as next wave of Czech government's easing the restrictive measures declared to quell the spread of the pandemic COVID-19 disease caused by the SARS-CoV-2 coronavirus.  EPA-EFE/MARTIN DIVISEK
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Tékkar tóku margir gleði sína í gær þegar slakað var á ýmsum takmörkunum í Tékklandi. Eftir að þar hafði nánast allt verið lokað sem loka mátti um fimm mánaða skeið vegna COVID-19 gat þessi þessi mikla ölþjóð loksins sest aftur að öli sínu innan um annað fólk, en þó aðeins utandyra.

Heimsfaraldur kórónaveirunnar lék Tékka grátt og herjaði á þá af miklum þunga í vetur og vor. Svo miklum, að Tékkland var um hríð það land, þar sem allt í senn smit, sjúkrahúsinnlagnir og dauðsföll af völdum veirunnar voru flest í heiminum miðað við höfðatölu.

Nú hafa rúmar fjórar af tæpum ellefu milljónum Tékka fengið minnst einn skammt af bóluefni og smitum fækkað verulega á þessu fimm mánaða lokunartímabili og því þótti óhætt að heimila krám, kaffi- og veitingahúsum og umfram allt bjórgörðum að hefja starfsemi á ný, en þó einungis utandyra.