Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Slökktu sinueld

18.05.2021 - 18:06
Mynd með færslu
 Mynd: RUV/Freyr Arnarson - RUV
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út til að slökkva sinu sem logaði á tveimur stöðum milli Seljabrautar og Breiðholtsbrautar í Reykjavík á fjórða tímanum í dag. 

 

Um klukkan þrjú voru slökkviliðsmenn einnig kallaðir að fjölbýlishúsi í Bólstaðarhlíð í Reykjavík vegna elds. Þar reyndist hafa kviknað í feitipotti og var búið að koma honum út á svalir þegar slökkvilið kom á staðinn. Einn var fluttur á sjúkrahús með brunasár og var húsið reykræst.

 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV