Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Ekkert smit innanlands í gær og eitt á landamærunum

18.05.2021 - 11:11
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær og smit eitt greindist á á landamærunum. Það var 14. apríl síðastliðinn að síðast greindist ekkert innanlandssmit, samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarna.

Nýgengi smita innanlands er nú 12,0  en 3,0 á landamærunum. Enn dvelja fjórir á sjúkrahúsi með COVID-19,  58 í einangrun, 120 í sóttkví og 1.406 í skimunarsóttkví. Í dag teljast 68 þúsund vera fullbólusett.