Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Afturelding tryggði sér oddaleik

Mynd með færslu
 Mynd: blakfrettir.is

Afturelding tryggði sér oddaleik

18.05.2021 - 21:06
Afturelding og HK mættust í kvöld í öðrum leik sínum um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki. HK var 1-0 yfir og gat tryggt sér titilinn.

Það ætluðu Mosfellingar þó að koma í veg fyrir. Leikurinn fór jafnt af stað en Afturelding skrefi framan. Jafnt var í fyrstu hrinu 14-14, Afturelding komst þá þremur stigum yfir en HK jafnaði strax í 17-17 og komst í fyrsta sinn yfir í leiknum 18-17. Þrátt fyrir að hafa verið undir nánast alla hrinuna tók HK fyrstu 22-25. 

Afturelding náði undirtökunum í annarri hrinu og þrátt fyrir gott áhlaup HK-kvenna vann Afturelding 25-21 og staðan orðin jöfn, 1-1. 

Aftur byrjaði Afturelding vel. Staðan var svo jöfn 13-13 þegar Mosfellingar gáfu aftur í og þær kláruðu hrinuna örugglega 25-17. 

HK náði fljótt yfirhöndinni í fjórðu hrinu en Afturelding reyndist sterkari á lokasprettinum, vann hrinuna 25-22 og leikinn 3-1. 

Það verður því hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðin bætast í Fagralundi í Kópavogi á laugardag.