Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Vænta niðurstöðu skimunar um hádegisbil

Myndir sem voru teknar í bátsferð 15. maí í kringum Rotterdam.
 Mynd: Gísli Berg - RÚV

Vænta niðurstöðu skimunar um hádegisbil

17.05.2021 - 07:36

Höfundar

Vonast er til að niðurstöður skimana íslenska hópsins í Rotterdam berist upp úr hádeginu í dag. Þetta upplýsir Felix Bergsson fararstjóri hópsins í samtali við fréttastofu. Íslenski hópurinn dvelur nú í fimm daga sóttkví.

Felix segir stemmninguna í hópnum nokkuð góða í ljósi aðstæðna. Auðvitað vonist allir eftir því að niðurstöðurnar séu neikvæðar en það sé líka það eina neikvæða sem hann óski eftir.

Næstu skref verði svo ákveðin um leið og niðurstöður liggi fyrir. Um helgina bárust fréttir af smiti í pólska hópnum sem dvelur á sama hóteli og sá íslenski þar sem svo greindist smit í gær. Viðkomandi er ekki meðal þeirra sem stíga á svið.

Holland er rautt svæði og töluvert um smit þar í landi. Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur gert miklar varrúðarráðstafanir vegna COVID-19, þátttakendur eru skimaður á 48 klukkustunda fresti og mjög rík grímuskylda gildir um allt svæðið. Reglur voru enn hertar eftir að smitin komu upp. 

Lag Daða og Gagnamagnsins 10 Years verður flutt á fimmtudagskvöldið, það áttunda í röðinni á svið. Laginu er spáð góðu gengi í keppninni en það hefur verið meðal sex þeirra efstu í veðbönkum undanfarið.

Tengdar fréttir

Mannlíf

Sóttvarnaaðgerðir hertar - Daði krossar fingur

Mynd með færslu
Popptónlist

Opnunarhátíð Eurovision: Grænblái dregillinn í beinni

Einn í íslenska Eurovision-hópnum með COVID

Innlent

COVID-smit í Eurovision - pólski hópurinn í sóttkví