Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Stal bíl og reyndi að stinga lögreglu af á hlaupum

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í kvöld eftir eftirför. Hann reyndi fyrst að komast undan lögreglu á stolnum bíl. Þegar hann stöðvaði reyndi hann svo að hlaupa á brott.

Lögreglumenn hlupu manninn hins vegar uppi, handtóku og fluttu í fangaklefa að því er segir í dagbók lögreglunnar.

Töluverðar umferðartafir urðu í Mosfellsbæ síðdegis eftir að bíll féll af dráttarbíl. Þá fékk lögreglu tilkynningu um hest á sundi í Elliðavatni. Talið var að hesturinn væri fastur á grynningum í vatninu, en hann komst í land ómeiddur.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV