Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Sjáðu tímaflakk Sunnulækjarskóla sem sigraði Skjálftann

Mynd: Ingibjörg Torfadóttir / Ingibjörg Torfadóttir

Sjáðu tímaflakk Sunnulækjarskóla sem sigraði Skjálftann

17.05.2021 - 14:27

Höfundar

Sunnulækjarskóli á Selfossi sigraði Skjálftann, hæfileikakeppni grunnskólanna á Suðurlandi Átta skólar tóku þátt í Skjálftanum sem var haldinn í fyrsta skipti á sunnudag.

Atriði Sunnulækjarskóla bar heitið Tímaflakkarinn og sýndi hvernig samskipti milli fólks hafa þróast frá árinu 1900 til dagsins í dag. Dómnefndin, skipuð Sölku Sól, Margréti Bjarnadóttur og Bjarna Snæbjörnssyni, var ánægð með metnaðinn sem lagður var í handrit atriðisins og með þá augljósu hæfileika sem flytjendur sýndu í leik, dansi og söng. 

Áhuginn á keppninni var mikill og færri komust að en vildu í atriði Sunnulækjarskóla. Nemendur sögðust hafa viljað einblína á jákvæðni í atriði sínu en ekki dramatík. Í atriðinu dansa og syngja krakkarnir til að mynda við íslenska útgáfu af lögunum Hound Dog og Footloose. 

Myndband af siguratriði Sunnulækjarskóla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Grunnskólinn í Þorlákshöfn hafnaði í öðru sæti með atriðið Af hverju? og Bláskógaskóli á Laugarvatni í því þriðja með atriðið Strengjabrúður. Allir skólar í Árnessýslu fengu boð um að taka þátt en Ása Berglind Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Skjálftans, segir stefnuna vera að bjóða öllum skólum á Suðurlandi að taka þátt á næsta ári. 

Öll atriðin og Skjálftann í heild má sjá í spilara UngRÚV.

Tengdar fréttir

Menntamál

Sunnulækjarskóli vann Skjálftann 2021