Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Segja árás á bækistöðvar fjölmiðla á Gasa stríðsglæp

epa09201794 Smoke rises as the building collapses after an Israeli airstrike hits Al-Jalaa tower, which houses apartments and several media outlets, including The Associated Press and Al Jazeera, in Gaza City, 15 May 2021. In response to days of violent confrontations between Israeli security forces and Palestinians in Jerusalem, various Palestinian militants factions in Gaza launched rocket attacks since 10 May that killed at least nine Israelis to date. According to the Palestinian Ministry of Health, at least 139 Palestinians, including 39 children, were killed in the recent retaliatory Israeli airstrikes.  EPA-EFE/MOHAMMED SABER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Samtökin Fréttamenn án landamæra sendu Alþjóða sakamáladómstólnum í Haag erindi í gær, þar sem farið er fram á að kannað verði hvort árás Ísraelshers á ritstjórnarskrifstofur tveggja alþjóðlegra fréttastofa og nokkurra minni fjölmiðla í Gasaborg flokkist sem stríðsglæpur.

Erindið sendu samtökin eftir að ísraelskar sprengjuþotur jöfnuðu Jala-turninn í Gasa við jörðu í loftárásum á laugardag. Al Jazeera og AP-fréttastofan voru með Gasa-skrifstofur sínar þar.

Fullyrða að Hamas hafi verið með skrifstofur í sömu byggingu

Ísraelsher hefur skákað í því skjóli að í turninn hafi hýst fleira en fjölmiðla, þar á meðal skrifstofur á vegum Hamassamtakanna, sem hafa staðið fyrir flugskeytaárásum þaðan á Ísrael. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, varði árásina í gær og sagði leyniþjónustu „hryðjuverkasamtakanna Hamas“ hafa verið með skrifstofur í húsinu.

Stríðsglæpur að ráðast vísvitandi á fjölmiðla

Framkvæmdastjóri Fréttamanna án landamæra, Christophe Deloire, gefur lítið fyrir þetta. Í yfirlýsingu Deloires segir hann að vísvitandi árásir á ritstjórnarskrifstofur fjölmiðla séu stríðsglæpur.

„Með því að eyðileggja ritstjórnarskrifstofur fjölmiðla að yfirlögðu ráði veldur Ísraelsher fjölmiðlum ekki einungis óásættanlegu eignatjóni. Hann hindrar líka fréttaflutning af stríði, sem hefur bein áhrif á almenning. Við köllum eftir því að saksóknari Alþjóða sakamáladómstólsins skeri úr um það, hvort þessar loftárásir flokkist undir stríðsglæpi.“

Guterres fordæmir árásina

Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi líká árásina á Jala-turninn og minnti stríðsaðila á, að vísvitandi árásir á fjölmiðla, starfsstöðvar þeirra og starfsfólk, eru skýrt brot á alþjóðalögum. Eigandi Jala-turnsins hefur þvertekið fyrir að Hamas hafi verið með nokkra aðstöðu í háhýsinu.