Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Mikið sjónarspil þegar efstu gígveggirnir hrundu

Mynd: Skjáskot / Skjáskot
Efstu veggirnir í gígnum þar sem mesta virknin er í eldgosinu við Fagradalsfjall hrundu ofan í gíginn í kvöld og úr varð mikið sjónarspil.

Eins og sést á myndskeiðinu jókst hraunflæðið úr gígnum töluvert þegar gígurinn hrundi. Hraunið fór í átt að varnargörðunum sem settir voru upp til að forða því að hluti Suðurstrandarvegar fari undir hraun.

Þá jókst gosvirknin töluvert í kjölfarið, en sjónarspilið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.