Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Ísraelar halda áfram loftárásum, áttunda daginn í röð

epa09205646 Smoke rise after an Israeli air strike in Gaza City, 16 May 2021. Thirteen Palestinian were killed and more than 40 others wounded after Israeli air strike in Gaza. In response to days of violent confrontations between Israeli security forces and Palestinians in Jerusalem, various Palestinian militants factions in Gaza launched rocket attacks since 10 May that killed at least six Israelis to date. Gaza Strip's health ministry said that at least 65 Palestinians, including 13 children, were killed in the recent retaliatory Israeli airstrikes. Hamas confirmed the death of Bassem Issa, its Gaza City commander, during an airstrike.  EPA-EFE/HAITHAM IMAD
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þrátt fyrir brýningu og áköll Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagsins um hið gagnstæða halda Ísraelar áfram hörðum loftárásum sínum á Gasaströndina, áttunda daginn í röð. Sprengjum tók að rigna yfir Gasa skömmu eftir miðnætti að staðartíma. Árásirnar ollu víðtæku rafmagnsleysi og skemmdum á hundruðum bygginga. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásum næturinnar en áður en þær hófust höfðu Ísraelar drepið minnst 192 Gasabúa með loftárásum sínum, þar af 58 börn og 34 konur.

Gærdagurinn var sá blóðugasti til þessa; þá drápu Ísraelar ekki færri en fjörutíu og tvö. Á laugardag drápu þeir átta frændsystkin á barnsaldri og tvær konur úr sömu fjölskyldu, þegar sprengjum var varpað á al-Shati flóttamannabúðirnar norður af Gasaborg. Þá lögðu Ísraelar Jala-turninn, þrettán hæða háhýsi sem hýsti ritstjórnarskrifstofur Al Jazeera, AP-fréttstofunnar og fleiri fjölmiðla, í rúst.

Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmdi hvort tveggja og minnir á að handahófskenndar árásir á íbúðabyggð og vísvitandi árásir á bækistöðvar fjölmiðla séu brot á alþjóðalögum. Samtökin blaðamenn án landamæra hyggjast tilkynna árásina á Jala-turninn á Gasa til alþjóða glæpadómstólsins í Haag. Ísraelar skáka í því skjólinu að Hamas hafi verið með aðstöðu í sama húsi. Því vísar eigandi Jala-turnsins á bug.