Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Engin fleiri smit hjá íslenska Eurovision-hópnum

Mynd með færslu
 Mynd: Gísli Berg - RÚV

Engin fleiri smit hjá íslenska Eurovision-hópnum

17.05.2021 - 19:55

Höfundar

Engin ný kórónuveirusmit greindust hjá íslenska Eurovision-hópnum eftir sýnatöku í Rotterdam í gær. Beðið var eftir niðurstöðum í um þrjátíu klukkustundir, en allir fóru í skimun eftir að einn úr hópnum greindist jákvæður í gær. Viðkomandi var ekki einn þeirra sem stíga á svið á fimmtudag.

Allur íslenski hópurinn mun gangast undir önnur próf, á miðvikudags- og fimmtudagsmorgun, og ef sama niðurstaða fæst – og enginn í hópnum sýnir einkenni -  munu Daði og Gagnamagnið stíga á svið á hinu svokallaða dómararennsli á miðvikudagskvöld og einnig í undanúrslitunum á fimmtudagskvöldið.

Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, sagði í beinni útsendingu í sjónvarpsfréttum að smitið sé áminning um það að fara áfram varlega þrátt fyrir bólusetningu, en hópurinn var bólusettur áður en haldið var til Hollands.

Fréttin var uppfærð eftir að niðurstöður fengust á hreint um klukkan 20. Fréttin var uppfærð á ný klukkan 20.40 þar sem búið var að fá á hreint varðandi næstu skref hópsins í heild.

Tengdar fréttir

Innlent

„Við tökum niðurstöðunum þegar þær koma“

Menningarefni

Gagnamagnshljóðfærin verða á sviðinu, sama hvað

Mannlíf

Sóttvarnaaðgerðir hertar - Daði krossar fingur

Einn í íslenska Eurovision-hópnum með COVID