Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Ekkert smit í Skagafirði í gær — Takmörkunum aflétt

17.05.2021 - 11:58
Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan - RÚV
Hertum sóttvarnaaðgerðum í Skagafirði og Akrahreppi var aflétt á miðnætti. Fjórir greindust með veiruna þar um helgina, allir í sóttkví. Alls er nú tuttugu og einn í einangrun í sveitarfélaginu en ekki er vitað til þess að nokkur þeirra sé alvarlega veikur. Ekkert smit greindist á svæðinu í gær.

Skólastarf hófst á ný

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra ákvað um helgina að óska ekki eftir því við heilbrigðisráðuneytið að framlengja reglugerð sem sett var fyrir Skagafjörð vegna hópsmits sem upp kom á svæðinu fyrir rúmlega viku. Þetta þýðir meðal annars að leik- , grunn- og framhaldsskólinn á Sauðárkróki voru opnaðir á ný í morgun auk þess sem íþróttaæfingar fóru aftur af stað. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra er vongóður um að búið sé að ná utan um hópsmitið. 

Engin alvarlega veikur

„Það er okkar mat og rakningarteymisins að það sé búið að ná utan um þessa hópsýkingu sem hér kom upp á föstudaginn fyrir rúmri viku. Það er engin smitrakning í gangi varðandi smit hér í Skagafirði þannig að eins og við sögðu í upphafi þá var markmiðið að ná afléttingu núna í dag og allar aðgerðir, bæði reglugerðin og aðgerðir voru dagsettar til og með sunnudagsins og það hefur gengið eftir. Og það var ekkert smit sem greinist til dæmi í gær, hér í Skagafirði,“segir Stefán Vagn.

Veistu hvernig líðan þeirra sem eru í einangrun er? 

„Við höfum allavegana ekki neinar upplýsingar um að einhver sé alvarlega veikur.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Stefán Vagn Stefánsson