Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Blinken kominn til landsins

17.05.2021 - 19:51
Mynd: RÚV - Freyr Arnarson / RÚV - Freyr Arnarson
Flugvél Anthony Blinkens, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lenti á Keflavíkurflugvelli á áttunda tímanum í kvöld. Blinken kom til landsins frá Danmörku, þar sem hann varði deginum.

Hér má fylgjast með beinni textalýsingu af komu ráðherrans, en lýsingin verður í gangi alla vikuna í tengslum við fund Norðurskautsráðsins.

Blinken kemur hingað lands fyrst og fremst til að taka þátt í fundi Norðurskautsráðsins á fimmtudag, en nýtir tímann þó vel fram að því. Á morgun á hann fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Þá kynnir hann sér starfsemi Hellisheiðarvirkjunar.

Loks beinast augu heimsbyggðarinnar að fundi sem hann ætlar að eiga með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Rússar taka brátt við formennsku af Íslendingum í ráðinu.

Ráðherrann var fluttur í forgangsakstri á hótel í Reykjavík, ásamt fylgdarliði.

Mynd: RÚV - Freyr Arnarson / RÚV - Freyr Arnarson
Mynd: RÚV - Rúnar Ingi Garðarsson / RÚV - Rúnar Ingi Garðarsson