Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Ætlar að kvarta til ESA yfir vínsölu ríkisins

17.05.2021 - 08:29
Mynd: RÚV/Kristinn Teitsson / RÚV/Kristinn Teitsson
Eigandi víninnflutningsfyrirtækis og netverslunar með áfengi hyggst senda inn kvörtun til ESA, Eftlirlitsstofnunar EFTA, vegna niðurgreiðslu ríkisins á smásölu á áfengi. Hann segir það skjóta skökku við að einokunarverslun eigi að tryggja hagsmuni neytenda.

Eigandi víninnflutningsfyrirtækis og netverslunar með áfengi hyggst senda inn kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna niðurgreiðslu ríkisins á smásölu á áfengi. Hann segir það skjóta skökku við að einokunarverslun eigi að tryggja hagsmuni neytenda.

Arnar Sigurðsson eigandi víninnflutningsfyrirtækisins og netverslunarinnar Sante var í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, en hann hefur kært íslenska ríkið fyrir að nota heitið Vínbúð um starfsemi ÁTVR. Hann segir netverslun með áfengi vera á margan hátt kjörið fyrirkomulag, einkum á tímum faraldurs. „Munurinn á netverslun og þessum hefðbundnu er að netverslunin er ekkert að trana sér fram í augun á þessum veiklunduðu,“ sagði Arnar. „Í netverslun fara bara þeir sem þurfa.“

Hann segir að ÁTVR kostnaðargreini ekki í bókhaldinu á mili óskylds reksturs sem er sala á áfengi og tóbaki.

„Vínbúðirnar sjálfar eru reknar með tapi. Það kemur fólki kannski á óvart að hugsa til þess að ÁTVR geti verið rekið með tapi, þ.e.a.s. vínverslunin sjálf. Það sem við munum klára vonandi núna í vikunni er að senda kvörtun til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, um það að við teljum að ÁTVR, eða hið opinbera öllu heldur, einfaldlega niðurgreiði samkeppnisrekstur í smásölu á áfengi,“ sagði Arnar.

Hann sagði þar að það væru skrítin rök að einokunarverslun ætti að tryggja hag neytenda. „Til hvers rekum við Samkeppniseftirlitið? Er það ekki einmitt til að fyrirbyggja svona rekstur?