Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Tólf létust í árás Íslamska ríkisins á mosku í Kabúl

epa09199501 Bloodstained turban of Imam is seen at scene of an attack that targeted a mosque in the outskirt of Kabul, Afghanistan, 14 May 2021. At least 12 people were killed and 15 others wounded after a planted bomb exploded during Friday prayers inside Haji Bakhshi Mosque in Qala-e-Murad Bek area in Shakardara district of Kabul.  EPA-EFE/HEDAYATULLAH AMID
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Tólf fórust í sperengjuárás á mosku í Kabúl, höfuðborg Afganistans, á föstudag, öðrum degi umsamins þriggja daga vopnahlés milli talibana og stjórnarhersins. Talibanar fordæmdu árásina og þvertóku fyrir að hafa staðið að henni og nú hafa hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýst ódæðisverkinu á hendur sér.

Sprengju var komið fyrir inni í moskunni og hún sprengd þegar fólk safnaðist þar saman til föstudagsbæna. Ímam moskunnar er á meðal þeirra sem fórust í sprengingunni. Fimmtán til viðbótar særðust, samkvæmt upplýsingum lögreglu.