Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fréttir: Netanyahu segir hernaðaraðgerðir halda áfram

16.05.2021 - 18:38
Biðlistar eftir aðstoð hjá Stígamótum hafa þrefaldast frá því ný bylgja Metoo hófst, með frásögnum hundraða kvenna af ofbeldi sem þær urðu fyrir.

Forsætisráðherra Ísraels segir að hernaðaraðgerðir haldi áfram af fullum þunga. Minnst 42 dóu í loftárásum á Gaza í dag, þar af tíu börn. 

Flugfélagið Play er komið með flugrekstrarleyfi og verður fyrsta flugið til London tuttugasta og fjórða júní. Forstjórinn segir leyfið forsendu þess að Play geti kallað sig flugfélag. 

Það gæti þurft notast við upptöku af Eurovision-atriði Daða og Gagnamagnsins á fimmtudaginn. Smit greindist í íslenska hópnum í dag. Fararstjóri segir aðeins koma til greina að smitið hafi komið upp á hótelinu.

Grímuskylda og tveggja metra regla er ekki lengur í gildi á bar einum í Denver í Colorado. Barinn er eingöngu opinn fyrir þau sem eru bólusett. 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV