Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Slökkvilið kallað til eftir að pottur gleymdist á hellu

15.05.2021 - 21:16
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Pottur gleymdist á eldavél meðan húsráðandi fékk sér blund, síðdegis í dag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til eftir að viðvörunarkerfi gaf til kynna að ekki væri allt með felldu.

Vísir greinir frá þessu og hefur eftir slökkviliðinu að útkallið megi teljast minniháttar. Engar meiriháttar skemmdir hafi orðið en vond lykt hafi fylgt því sem brann við í pottinum. Slökkviliðið opnaði glugga og loftaði um til að losna við brunaþefinn.