Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Leicester enskur bikarmeistari í fyrsta sinn

epa09202760 Leicester's goalkeeper Kasper Schmeichel (R) and Wes Morgan (2-R) celebrate with the trophy after winning the English FA Cup final between Chelsea FC and Leicester City at the Wembley Stadium in London, Britain, 15 May 2021.  EPA-EFE/Nick Potts / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - PA POOL

Leicester enskur bikarmeistari í fyrsta sinn

15.05.2021 - 18:51
Leicester City er enskur bikarmeistari í fyrsta sinn eftir 1-0 sigur á Chelsea. Úrslitaleikurinn var leikinn á Wembley í dag fyrir framan 21 þúsund áhorfendur.

Liðin komu sér ekki í mörg færi í fyrri hálfleik og staðan enn markalaus í leikhléi. 21 þúsund áhorfendur voru leyfðir á vellinum í dag og þeir þurftu að bíða fram á 63. mínútu eftir fyrsta marki leiksins. Belginn Youri Tielemans lét þá vaða af löngu færi og kom Leicester yfir.

Mason Mount var nálægt því að jafna fyrir Chelsea seint í leiknum en Kasper Schmeichel varði frábærlega. Chelsea tókst svo að koma boltanum í netið á 89. mínútu en markið dæmt af vegna rangstöðu. Niðurstaðan 1-0 sigur Leicester sem fagnaði bikarmeistaratitli í fyrsta sinn en liðið hefur fimm sinnum komist í úrslitaleikinn.