Daði og Gagnamagnið eru tilbúin fyrir stóra daginn

Mynd: RÚV / RÚV

Daði og Gagnamagnið eru tilbúin fyrir stóra daginn

15.05.2021 - 14:11

Höfundar

Að keppa í Eurovision er ekki eins yfirþyrmandi og við héldum. Þetta segir Daði Freyr Pétursson fulltrúi Íslands í keppninni í ár. Hann segir að atriði Gagnamagnsins sé tilbúið fyrir stóra sviðið í Rotterdam en nú eru fimm dagar í að heimurinn fái að sjá þau flytja lagið 10 years úr Ahoy höllinni. 

Hópurinn æfði tvisvar á sviðinu í vikunni og báðar æfingar gengu vonum framar, þó enn sé unnið í atriðinu, smávægileg tvík eins og Daði orðar það. „Það er allt mega professionao og það kemur ekkert á óvart.“ Fjölmiðlar allra landa hafa sýnt íslenska atriðinu og listamönnunum gríðarlega athygli og tugir viðtala eru að baki.

Eurovision ekki of yfirþyrmandi

„Þetta er flottasta svið sem ég hef komið á og flottasta svið sem ég hef yfir höfuð séð,“ segir Daði Freyr um sviðið í keppnishöllinni en Gagnamagnið nýtir það vel, til dæmis með risastóran LED skjá í bakgrunni með vel þekktri grafík listahópsins. 

Eurovision er einn stærsti sjónvarpsviðburður í heimi sem trekkir að hundruði milljóna áhorfenda ár hvert. Sú staðreynd virðist þó ekki stressa Daða Frey og hans góða gengi. „Við höfum talað um það öll í Gagnamagninu að þetta er ekki alveg eins yfirþyrmandi og við héldum að þetta yrði. Við erum tilbúin í þetta.“

 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Bannað að stressa sig í herbergi 524

Menningarefni

Danski keppandinn dýrkar axlapúða og Friðrik Dór

Menningarefni

Tvö ný Daða-lög og glænýtt remix í pípunum

Popptónlist

Daði klífur upp veðbankann eftir fyrstu æfingu