Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Ellefu fórust í fjórum sprengingum í miðju vopnahléi

14.05.2021 - 05:57
epa08269241 Afghan security officials patrol in Helmand, Afghanistan, 04 March 2020.Violence surged in Afghanistan just days after the agreement was signed, with the Taliban ending a partial truce and resuming fighting with Afghan government troops. A US forces spokesman said they launched an air strike on 04 March 2020 in response to Taliban fighters attacking Afghan forces in Helmand province. On 03 March 2020 alone, he said, the Taliban had launched 43 attacks on checkpoints belonging to Afghan forces in Helmand.  EPA-EFE/WATAN YAR
Afganskir herbílar. Mynd: EPA-EFE - EPA
Minnst ellefu almennir borgarar fórust og þrettán særðust í fjórum aðskildum sprengingum í Afganistan í gær. Sprengingarnar urðu innan sólarhrings frá því að talibanar lýstu einhliða yfir þriggja daga vopnahléi í tilefni Eid al-Fitr-hátíðarinnar, sem markar lok föstumánaðarins ramadan.

Stjórnarherinn hefur virt vopnahléið, eftir því sem næst verður komist og engar fregnir hafa borist um bein átök talibana og stjórnarhermanna, né heldur um árásir hinna síðarnefndu sem teljast ótvíræð brot á vopnahléssamningum stríðsaðila.

Hins vegar dugar vopnahlé skammt til að koma í veg fyrir að sprengjur sem komið hefur verið fyrir í vegköntum og annar staðar springi á meðan á því stendur, eins og hér virðist vera raunin.

Fjórar sprengingar í þremur héruðum

Fimm almennir borgarar, þar á meðal kona og börn, fórust þegar vegasprengja sprakk í Kandahar-héraði í gær og gjöreyðilagði bíl sem ók þar framhjá. Önnur álíka sprengja sprakk þegar leigubíl var ekið yfir hana í sama héraði og varð tveimur börnum að fjörtjóni og særði þrjú fullorðin.

Þá dó tvennt og tíu særðust þegar bílsprengja sprakk í Kunduz-héraði og tvö til viðbótar fórust þegar sprengja sprakk í vegkantinum í Ghazni-héraði.

Ofbeldisverkum talibana og annarra hryðjuverkahópa hefur fjölgað mjög síðustu daga og vikur í Afganistan, eftir að Bandaríkin og önnur Nató-ríki boðuðu brottför sína. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV