
Bandaríkin lokuð
Eins og er þurfa íslenskir ríkisborgarar og aðrir íbúar Schengen-svæðisins að sækja um sérstaka undanþágu vilji þeir ferðast til Bandaríkjanna, almennt er landið lokað fyrir öllum Evrópubúum. Það ríkir óvissa um hvað gerist þegar bólusetningum vindur fram og landið fer að opnast en ljóst er að það hvaða tegund bóluefnis fólk fær kann að hafa áhrif á ferðafrelsi þess á næstu mánuðum.
Spútnik-bólusettir í svipaðri stöðu
Bóluefni AstraZeneca hefur ekki fengið markaðsleyfi í Bandaríkjunum og á meðan svo er fær fólk bólusett með því efni ekki að fara þangað, ef efnið fær markaðsleyfi í Bandaríkjunum, breytist þetta. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, telur líklegt að þetta leysist en segir óljóst hvenær. Hún segir Evrópubúa sem hafa verið bólusettir með rússneska bóluefninu Spútnik V vera í svipaðri stöðu. Ungverjar sem hafa fengið Spútnik-sprautu, fái því ekki endilega að koma hingað því bóluefnið hafi ekki fengið markaðsleyfi hér.