Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Öryggisráðið fundar enn um deilur Ísraels og Palestín

epa09195511 Israeli troops are seen during clashes with Palestinian protesters in the city center of the West Bank city of Hebron, 12 May 2021. Clashes continue over the forced eviction of six Palestinian families from their homes in Sheikh Jarrah neighborhood in favor of Jewish families who claimed they used to live in the houses before fleeing in the 1948 war that led to the creation of Israel. In response to days of violent confrontations between Israeli security forces and Palestinians in Jerusalem, various Palestinian militants factions in Gaza launched rocket attacks since 10 May that killed at least six Israelis to date. Gaza Strip's health ministry said that at least 65 Palestinians, including 13 children, were killed in the recent retaliatory Israeli airstrikes. Hamas confirmed the death of Bassem Issa, its Gaza City commander, during an airstrike.  EPA-EFE/ABED AL HASHLAMOUN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fulltrúar Túnis, Noregs og Kína í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa farið fram á opinn neyðarfund í ráðinu á föstudag, þar sem ræða skal harðnandi átökök Ísraela og Palestínumanna. Öryggisráðið hefur þegar fundað í tvígang um sama efni í þessari viku, en í báðum tilfellum fyrir luktum dyrum í gegnum fjarfundabúnað.

AFP-fréttastofan hefur heimildir fyrir því að fundurinn á föstudaginn eigi að vera opinn og að Ísrael og Palestínu verði boðið að senda fulltrúa á hann. Sömu heimildir herma að boðað sé til fundarins að beiðni Palestínumanna.

Á fyrri fundum hefur ráðinu ekki auðnast að koma sér saman um ályktun þar sem vopnaskak Ísraela og Palestínumanna er fordæmt og kallað eftir vopnahléi. FJórtán af fimmtán ríkjum eru sögð fylgjandi slíkri ályktun en Bandaríkin, nánasta bandalagsríki Ísraels, hafa beitt neitunarvaldi og segja hana frekar til þess fallna að auka á spennuna en draga úr henni. 

Fjögur Evrópuríki í Öryggisráðinu samþykktu sérályktun

Mikil óánægja ríkir meðal annarra ríkja í Öryggisráðinu vegna þessarar afstöðu Bandaríkjanna og fjögur evrópsk aðildarríki, Noregur, Eistland, Frakkland og Írland, sendu frá sér sameiginlega ályktun í gær.

Þar er eldflaugaskothríð Hamas og annarra herskárra samtaka á Gaza fordæmd, rétt eins og harðar og mannskæðar loftárásir Ísraelsmanna. Kallað er eftir því að báðir aðilar hætti öllum árásum, sem þegar hafi kostað fjölda almennra borgara lífið, þar á meðal ófá börn.