Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Liverpool skoraði fjögur á Old Trafford

epa09198184 Liverpool's Sadio Mane (C) in action against Manchester United's goalkeeper Dean Henderson (L) during the English Premier League soccer match between Manchester United and Liverpool FC in Manchester, Britain, 13 May 2021.  EPA-EFE/Peter Powell / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - EPA POOL

Liverpool skoraði fjögur á Old Trafford

13.05.2021 - 21:48
Liverpool vann 4-2 sigur á Manchester United á Old Trafford í kvöld. Liverpool eygir enn vonina um Meistaradeildarsæti.
Það byrjaði ekki vel fyrir Liverpool en Nathan Phillips setti boltann í eigið net eftir tíu mínútur og United þá 1-0 yfir. Diego Jota jafnaði svo metin á 34. mínútu. Roberto Firmino skoraði svo með skalla eftir aukaspyrnu rétt áður en flautað var til leikhlés og staðan þá 2-1.

Firmino bætti svo við öðru marki snemma í seinni hálfleik og staðan þá 3-1 fyrir Liverpool. Marcus Rashford kveikti svo von hjá United mönnum þegar hann minnkaði muninn á 68. mínútu. Mohammed Salah innsiglaði hins vegar sigur Liverpool í uppbótartíma og niðustaðan 4-2 sigur Liverpool.

Liverpool er nú í sjötta sætinu, aðeins sex stigum frá Meistaradeildarsæti. Liðið á hins vegar leik til góða á Chelsea sem situr í fjórða sæti núna. Manchester United er áfram í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum ofar en Leicester í þriðja sætinu, þegar bæði Leicester og United eiga eftir tvo leiki.