Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Bólusettir Danir mega heimsækja Þýskaland

epa09175472 Lufthansa passenger planes are parked at Berlin Brandenburg International Airport in Schoenefeld, Germany, 03 May 2021. Lufthansa AG General Meeting will be held virtually on 04 May 2021.  EPA-EFE/FILIP SINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bólusettir Danir og sem hafa jafnað sig af COVID-19 mega nú heimsækja Þýskaland án kröfu um skimun og dvöl í sóttkví. Þýsk stjórnvöld líta þó enn á Danmörku sem áhættusvæði. 

Danska ríkisútvarpið hefur þetta eftir talsmanni utanríkisráðuneytisins. Þau sem uppfylla þessi skilyrði þurfa ekki heldur að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi áður þau stíga um borð í flugvél á leið til Þýskalands.

Til að sanna smit þarf að leggja fram jákvætt kórónuveirupróf sem er minnst 28 daga gamalt og mest sex mánaða. Ástæða þess er að samkvæmt þýskum viðmiðum telst fólk hafa jafnað sig á COVID 28 dögum eftir að hafa fengið jákvæða niðurstöðu í PCR-prófi.