Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

69 fallin á Gasa og loftárásir halda áfram

epa09195387 Palestinians inspect the rubble of the destroyed Al-Shorouq tower after an Israeli strike in Gaza City, 12 May 2021.  In response to days of violent confrontations between Israeli security forces and Palestinians in Jerusalem, various Palestinian militants factions in Gaza launched rocket attacks since 10 May that killed at least six Israelis to date. Gaza Strip's health ministry said that at least 65 Palestinians, including 13 children, were killed in the recent retaliatory Israeli airstrikes. Hamas confirmed the death of Bassem Issa, its Gaza City commander, during an airstrike.  EPA-EFE/MOHAMMED SABER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ekkert lát hefur verið á gagnkvæmum árásum Ísraela og Palestínumanna á Gasa í nótt. Hamasliðar og aðrar vopnaðar hreyfingar á Gasa hafa skotið fjölda flugskeyta að Ísrael og ísraelski flugherinn haldið uppi hörðum loftárásum í alla nótt. 69 Palestínumenn og sex Ísraelar hafa fallið í átökum síðustu daga, þar á meðal fjöldi barna og kvenna.

17 börn í hópi 69 fallinna á Gasa

Loftárásir Ísraela hafa einkum beinst að húsum sem sögð eru í eigu leiðtoga Hamas, húsum sem þeir búa í, bækistöðvum hernaðararms Hamas og lögreglustöðvum. Hamasliðar hafa staðfest að nokkrir úr hópi leiðtoga þeirra hafi fallið í árásunum.

Almennir borgarar eru þó mun fleiri í hópi þeirra 69 Palestínumanna sem liggja í valnum. Þar á meðal eru sautján börn og átta konur.  Nær 400 hafa særst í árásunum og fjöldi íbúðarhúsa, meðal annars þrjár íbúðablokkir, eru rústir einar eftir árásir síðustu daga.

Eitt barn á meðal sex fallinna í Ísrael

Þótt drægni palestínsku eldflauganna sé takmörkuð og þær langflestar skotnar niður af loftvarnakerfi Ísraela hafa nokkrar þeirra ratað til jarðar Ísraelsmegin landamæranna og valdið þar manntjóni. Minnst sex Ísraelar hafa látist í flugskeytahríð síðustu daga, þar af eitt barn.

Vaxandi átök og erjur milli Araba og Gyðinga í Ísrael

Átök á jörðu niðri fara einnig vaxandi innan Ísraels, þar sem ítrekað hefur slegið í brýnu milli Gyðinga og Araba víða um land, ekki síst í Austur-Jerúsalem, þar sem ófriðarbálið nú geisar kviknaði í liðinni viku.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman til neyðarfundar á morgun, föstudag, vegna átakanna milli Ísraela og Palestínumanna.