Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Yfir 250.000 staðfest COVID-19 dauðsföll á Indlandi

12.05.2021 - 05:28
epa09189116 A suspected COVID-19 patient receives oxygen supply at a Sikh shrine, or gurdwara, where oxygen is made available for free by various Sikh religious organizations in the outskirts of Delhi, India, 10 May 2021. Calls for a nationwide lockdown have been growing as the number of new COVID-19 infections and related deaths stood close to record highs on 10 May.  EPA-EFE/IDREES MOHAMMED
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfir 250.000 dauðsföll hafa verið rakin til COVID-19 á Indlandi, samkvæmt gögnum indverska heilbrigðisráðuneytisins, og staðfest smit eru ríflega 23 milljónir talsins. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Indlandi dóu 4.205 úr sjúkdómnum síðasta sólarhringinn þar í landi, og nær 350.000 bættust í hóp smitaðra. Þar með eru dauðsföllin orðin 254.197 samkvæmt opinberum tölum og staðfest smit um 23,3 milljónir.

Fullvíst þykir að hvort tveggja smit og dauðsföll séu mun fleiri í landinu, þar sem önnur bylgja heimsfaraldurs kórónaveiru hefur geisað af ógnarþunga síðustu vikur og verið skæðari en nokkurs staðar annars staðar í heiminum.

Þessi önnur bylgja er knúin áfram af afbrigði veirunnar sem fyrst greindist á Indlandi í október síðastliðnum. Það afbrigði hefur nú greinst í 44 löndum um allan heim, samkvæmt gagnabönkum sem eru öllum aðgengilegir og sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar hafa rýnt í að undanförnu. Utan Indlands hafa flestir greinst með þetta bráðsmitandi afbrigði á Bretlandi. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV